BMW 2002 Hommage myndsettur sem Cabrio

91

BMW 2002 turbo á fimmtíu ára afmæli í ár og bæverski framleiðandinn fagnar aldarafmæli. Af tilefnunum smíðaði BMW nútíma útgáfu 2002 turbo í virðingarskyni.

BMW sýndi bílinn á Concorso d’Eleganza Villa d’Este fágunarkeppninni sem fram fór við Como-vatn á Ítalíu um þarsíðustu helgi. Bíllinn byggir á M2 Coupe og er retro-framúrstefnuleg hönnun sem skírskotar augljóslega til 2002 turbo.

Ungverski myndsetjarinn X-Tomi var hrifinn en vildi sjá hvernig 2002 Hommage liti út í Cabrio útgáfu og vatt sér í málið. Útkoman er glæsilegur blæjubíll, tilvalinn fyrir rúntinn við Como-vatn.