Bílasýning IB og BL á Selfossi

1111

IB ehf, umboðsaðili BL á Suðurlandi, verður með stóra bílasýningu laugardaginn 23. apríl í húsakynnum sínum að Fossnesi A á Selfossi.

IB_Bilasyning_apr_2016Það verður fullt af reynsluakstursbílum á sýningunni t.d BMW X1, Land Rover Discovery Sport, nýr Renault Mégane, nýr Nissan Leaf, Dacia Duster, Subaru Levorg, Hyundai Santa Fe og Hyundai i10 og i20 auk fleiri bíla.

IB hefur frá 2013 verið með söluumboð fyrir nýja bíla frá BL.

IB ehf var stofnað af Ingimar Baldvinssyni  á Selfossi í júní árið 1996. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í innfluttningi á nýjum og notuðum bílum frá Bandaríkjunum auk þess sem ávallt eru fyrirliggjandi á lager helstu slithlutir í algengustu gerðir amerískra bíla.

DEILA Á