Bestu bílaauglýsingar Super Bowl 50

891

Super Bowl, úrslitaleikur NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, er einn stærsti sjónvarpsviðburður heims ár hvert. Áhorfið er gríðarlegt og auglýsingapláss kostar eftir því. Í gegnum tíðina hefur myndast hefð fyrir ákveðinni kappsemi auglýsenda og nánast má tala um hliðarkeppni Super Bowl í því sambandi. Það þykir mjög til siðs að frumsýna auglýsingar og allt kapp er lagt á að skara fram úr hinum því nóg er plássið, slíkt er eðli leiksins. Þrátt fyrir allt þetta auglýsingapláss er eftirspurn langt umfram framboð og verðið eftir því, 5 milljónir dollara fyrir 30 sekúndur.

Acura

Acura splæsti í heila mínútu til að boða komu NSX sportbílsins.

Audi

Audi mætti til leiks með 90 sekúndna stuttmynd þar sem R8 var líkt við geimflaug. Tónlistarvalið var heldur ekki af verri endanum.

Buick

Buick freistaði þess að fá hunda til að leysa úr ímyndarvanda sem framleiðandinn virðist glíma við.

Honda

Honda fetar í svipuð spor og Buick og lætur dýrin tala sínu máli. Hjá Honda er rík hefð í metnaðarfullum auglýsingum og að þessu sinni snerist boðskapurinn um tónlist á palli Ridgeline pallbílsins.

Hyundai

Hyundai fóru „all-in“ og buðu upp á auglýsingar í samtals þrjár mínútur. Svo sem ekkert skrýtið þar sem framleiðandinn var einn opinberra stuðningsaðila Super Bowl 50.

Nýju Elantra er hægt að ræsa með talaðri skipun, mjög hentugt í aðstæðum líkt og í þessari auglýsingu.

Elantran er einnig með árekstrarvara sem er nauðsynlegur búnaður ef hverfið manns fyllist af Ryan Reynolds.

Áfram kynnti Hyundai nytsamlegan búnað bíla sinna og að þessu sinni var Genesis í aðalhlutverki en í snjalltæki má sjá hvar í veröldinni bíllinn manns er.

Og að lokum kom klassísk ímyndarauglýsing.

Jeep

Sagan og arfleifðin er stór hluti af Jeep vörumerkinu. Þeir notuðu tækifærið til að fara stuttlega yfir farinn veg.

Kia

Optima, ásamt Christopher Walken og sokkapörum, var stjarna auglýsingar Kia á Super Bowl í ár.

 

Mini

Mini sagði ímyndarstöðlum stríð á hendur og naut við það aðstoðar meðal annarra Serena Williams og Tony Hawk.

Toyota

Það verður að segjast að Toyota á undarlegustu auglýsingu þessa lista. Annað hvort hefur maður gaman af henni eða þarf að þrauka 90 sekúndna kjánahroll við áhorfið. Mig grunar að flestir falli í seinni flokkinn.

 

DEILA Á