Batmobile keppir í Gumball 3000

165

Sádi-Arabíska liðið Team Galag mætti til leiks í Gumball 3000 rallýið sem nú stendur yfir frá Dublin til Bucharest á Batmobile. Áður ók Team Galag annarskonar Batmobile í Gumball 3000 2014.

Bíllinn er smíðaður af sænska fyrirtækinu Caresto og er hönnun Leif Tufvesson, eiganda Caresto og fyrrum starfsmanns hjá Koenigsegg, en undir niðri er bíllinn Lamborghini Gallardo með 552 hestafla 5.2L V10.

Yfirbygging Batmobile er öll úr koltrefjum. Þak stjórnklefans er jafnframt hurð bílsins en til að auðvelda aðgengi eru fótstig á hliðum bílsins. Pústin þar við eru gerfi en pústið er í túðunni að aftanverðu. Hliðarspeglar eru í frambrettum en vegna lögunar bílsins koma þeir ekki að miklu gagni og því eru einnig myndavélar til að sýna ökumanni til hliðar við bílinn.