Audi sýnir hugmyndabíla úr sögu sinni á Techno Classica

263

Audi sýnir fágæta hugmyndabíla úr sögu sinni á Techno Classica bílasýningunni sem fram fer í Essen í Þýskalandi 6.-10. apríl næstkomandi. Á sýningarbási Audi verða frumgerð að Group S rallíbíl frá 1987 auk Quattro Spyder og Avus Quattro hugmyndasportbílanna frá 1991.

Audi Tradition presents “rarities” at the Techno Classica clAudi hannaði 002 Quattro bílinn til þáttöku í Group S rallýkeppninni sem átti að taka við af Group B sem þá hafði verið blásin af eftir hörmungar 1986 keppnistímabilsins. Fjórir framleiðendur hið minnsta, þar á meðal Audi, voru langt komnir með þróun og smíði keppnisbíla fyrir Group S þegar FIA tók skrefið lengra og hætti líka við Group S en sú ákvörðun vakti mikla reiði í rallýsamfélaginu en mörgum fannst Group A, sem átti að verða aðalrallýkeppni FIA, ekki nógu spennandi.

Audi Tradition presents “rarities” at the Techno Classica clAudi Quattro Spyder hugmyndabíllinn sló í gegn þegar hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt 1991. Þökk sé álboddýi vóg bíllinn aðeins 1.100 kg. Það var talið mjög líklegt að Audi myndi framleiða bílinn og pöntunum rigndi yfir umboðsmenn Audi í þúsundavís. En 100.000 marka verðtakmarki sem Audi setti sér gátu þeir ekki náð og bíllinn fór því aldrei af hugmyndastigi. Sú ákvörðun var þó ekki tekin fyrr en á síðustu stundu en búið var að framleiða kynningarefni fyrir bílinn. Í bílnum var 172 hestafla miðjusett V6 vél og, líkt og nafnið gefur til kynna, var bíllinn fjórhjóladrifinn. Alls voru aðeins tvö eintök smíðuð.

Audi Tradition presents “rarities” at the Techno Classica clAðeins mánuði eftir frumsýningu Quattro Spyder í Frankfurt frumsýndi Audi nýjan og enn róttækari hugmyndabíl á bílasýningunni í Tokyo; Avus Quattro ofurbílinn. Háfægt álboddý bílsins gaf enn frekari fyrirheit um getu Audi til að smíða léttvigtar sportbíla en Avus Quattro vóg aðeins 1.250 kg. Hönnuðir Audi sáu fyrir sér miðjusetta 6.0 lítra, 60 ventla, W12 vél í bílnum sem skila ætti um 500 hestöflum. Hröðun bílsins í 100 km hraða með þeirri vél tæki aðeins um 3 sekúndur og hámarkshraði yrði um 340 km/klst.

Ekkert varð hins vegar af frekari þróun Avus Quattro þar sem vélin var enn ekki til þegar bíllinn var frumsýndur í Tokyo og það tók vélsmiði Audi áratug í viðbót að fullþróa hana en hún kom ekki á markað fyrr en 2001 og þá í Audi A8. Það var svo ekki fyrr en 2006 að sportbíll með miðjusetta vél kæmi á markað frá Audi þegar framleiðandinn hóf sölu R8.

Öll eintökin sem Audi sýnir á Techno Classica í ár eru sýningargripir af museum mobile safni Audi í Ingolstadt.