Audi skoðar möguleikann á 300+ hestafla SQ2

94

Nú þegar styttist í að Audi Q2 fari í sölu eru yfirmenn þýska framleiðandans farnir að velta fyrir sér hvort kraftmiklar útgáfur sportjeppans séu rökrétt framhald.

S útgáfa er vel möguleg að sögn Stephan Knirsch, stjórnarmeðlims tækniþróunar Audi, í samtali við AutoExpress:

Við erum að skoða málið. Það væri nokkuð auðvelt að gera þetta með MQB [undirvagninn]. Q2 deilir miklu með A3 en við verðum fyrst að sjá hvernig eftirspurnin verður eftir dýrari módelum Q2.

2.0L fjögurra strokka turbo TFSI vélin í nýuppfærðum S3 er 310 hestöfl og togar 380 Nm. Hún skilar S3 í 100 km hraða á 5,2 sekúndum en með S Tronic sjálskiptingu Audi er hann 0,3 sek. sneggri með sprettinn.

Þrátt fyrir að Q2 með þessari vél yrði eflaust firna skemmtilegur eru þessar fréttir tæplega til þess fallnar að lægja orðróminn um RS Q2 sem þá fengi væntanlega 367 hestafla 2.5L fimm strokka línuvél RS 3 sem togar 465 Nm.

Sjá einnig: Svona gæti Audi RS Q2 litið út

DEILA Á