Audi RS5 myndsettur

81

Fráfarandi kynslóð Audi A5 kom á markað 2007 og þremur árum síðar birtist 444 hestafla RS5 útgáfa bílsins.

Audi frumsýndi nýja kynslóð A5 og S5 Coupe á fimmtudagskvöld og ungverski myndsetjarinn X-Tomi brást hratt við og klæddi nýja bílinn í RS búning. Í sýn Ungverjans er RS5 með nýtt grill, nýjan framstuðara og sílsa auk stærri felgna.

RS5 kemur trúlega ekki á markað fyrr en 2017 í fyrsta lagi og þá væntanlega með um 500 hestafla 3.0L twin turbo V6 vél Audi í stað 4.2L V8 innsogsvélar forverans.

DEILA Á