Audi Q2 myndsettur í sportback útfærslu

1030

Myndsetjarar virðast hugfangnir af Q2 bílnum sem Audi kynnti til sögunnar í byrjun mánaðar.

Ungverski myndsetjarinn X-Tomi hefur nú myndsett Q2 í sportback útfærslu en fyrir fást A1, A3, A5 og A7 bílar Audi í sportback útfærslu. Þaklag bílsins er eina breytingin frá upprunalegu útgáfunni en það verður að segjast að Q2 er virkilega fallegur sem sportback.

X-Tomi hafði áður sent frá sér myndsetningu af Q2 í RS útgáfu og Malasíubúinn Theophilus Chin hefur myndsett Audi Q2 sem blæjubíl.