Audi fagnar góðum árangri í mótorsporti með R8 „selection 24h“ sérútgáfu

71

Fyrir ári síðan vann Audi R8 LMS 24 Hours Nürburgring keppnina í sinni fyrstu tilraun. Sigur R8 LMS bílsins markaði upphaf farsæls árs í mótorsporti hjá Audi sem fagnar þessum góða árangri með „selection 24h“ sérútgáfu R8 sem aðeins verður framleidd í 24 eintökum.

R8 selection 24h byggir á R8 Coupé V10 plus bíl Audi. 5.2L V10 vél bílsins skilar 610 hestöflum sem koma honum í 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 330 km/klst en R8 Coupé V10 plus er öflugasti og hraðskreiðasti Audi allra tíma en þurrvigt hans er 1.454 kg.

Uppfærslur selection 24h umfram R8 Coupé V10 plus telja meðal annars skarpara stýri, stillanlega „magnetic“ dempara Audi og „laser“ ljós Audi. Grunnlitur bílsins er Suzuka grár en Mythos svartir fletir með Misano rauðum strípum skírskota til R8 LMS keppnisbílsins.

DEILA Á