Audi A5 Shooting Brake myndsettur

98

Shooting brake lagið er nokkuð vinsælt um þessar mundir enda einföld leið til að framkalla gamaldags útlit án þess að þurfa að nota gamaldags línur.

Toyota hefur smíðað GT86 Shooting Brake hugmyndabíl og Callaway hefur sett á markað nýjan skotthlera fyrir Corvette C7 sem breytir þeim í Shooting brake.

Audi frumsýndi nýja A5 og S5 í síðustu viku og ungverski myndsetjarinn X-Tomi, sem er afar hrifinn af því að leika sér með hönnun þýska bílaframleiðandans, hefur nú myndsett A5 með Shooting Brake lagi. Á myndinni hefur smáatriðum bílsins ekki verið breytt að öðru leyti en að nýjar fjölarma felgur er komnar undir sem hæfa byggingalaginu vel.

Heilt yfir hefur A5 Shooting Brake alla burði til að vera einstaklega fallegur bíll en þó verður að setja spurningamerki við litavalið hjá Ungverjanum.

Sjá einnig: Audi RS5 myndsettur

DEILA Á