Audi A4 stóð sig vel í árekstrarprófunum IIHS

65

Nýr Audi A4 fékk einkunnina Top Safety Pick+ eða hæstu einkunn í árekstrarprófunum bandarísku þjóðvegaöryggisstofnunarinnar IIHS.

Verkfræðingar IIHS merktu stóra bætingu í smáskörunarprófinu frá fyrr kynslóð en mesta aflögun ökumannsrýmis var 7,6 cm í fótrými. Bíllinn fékk því einkunnina „Gott“ í prófinu. Í fyrri kynslóð aflagaðist ökumannsrými A4 um 28 cm auk þess sem stýrishólkur færðist úr stað, ökumannshurð opnaðist og höfuð árekstardúkkunnar rann af loftpúðanum svo bætingin er mikil milli kynslóða.

Í miðskörunar- og hliðarárekstarprófunum auk þakstyrks- og höfuðpúðaprófunum fékk nýr A4 einkunnina „Gott“ líkt og forverinn. Árekstarvari bílsins kom í veg fyrir árekstur á 19 km hraða og lækkaði hraða bílsins úr 40 km/klst í 5 km hraða við prófanir en það var frammistaða árekstarvarans sem tryggði A4 toppeinkunn IIHS.

DEILA Á