Alfa Romeo Stelvio við prófanir nærri Nürburgring

173

Næsti bíll Alfa Romeo til að koma á markað verður sportjeppinn Stelvio og ítalski bílaframleiðandinn hefur hafið prófanir bílsins nærri Nürburgring.

Bíllinn er vandlega dulbúinn til að gefa ekki of mikið upp um útlitið, sem verður í takt við Giulia, en þó er augljóst af framenda prófunarbílsins bíll hvaða framleiðanda er um að ræða.

Stelvio deilir fleiru en útlitinu með Giulia en sportjeppinn verður byggður á sama undirvagni og búist er við sama vélaúrvali í þeim báðum, að 510 hestafla 2.9L twin turbo V6 Quadrifoglio Verde vélinni meðtalinni.

Stelvio er nefndur eftir einu frægasta fjallaskarði heims en vegurinn rómaði er í ítölsu Ölpunum.