Alfa Romeo sagt vinna að arftaka 4C

162

Alfa Romeo 4C hefur þjónað tilætluðu hlutverki sínu til að koma ítalska merkinu aftur í deigluna en senn verður honum skipt út fyrir hagnýtari bíl sem myndi höfða til breiðari kúnnahóps og bera kunnuglegt nafn.

Nafnið er Brera en ólíkt framdrifsbílnum sem Alfa Romeo framleiddi 2005-10 myndi ný Brera vera afturdrifinn með möguleika á fjórhjóladrifsútgáfu enda byggð á nýjum Giulia að því er AutoBild greinir frá.

Alfa Romeo Brera var framleiddur 2005-10 og byggður á 159, forvera Giulia.
Alfa Romeo Brera var framleiddur 2005-10 og byggður á 159, forvera Giulia.

Ólíkt Giulia er 4C með miðjusetta vél svo í arftakanum myndi vélin færast í húddið. Búist er við sama vélaúrvali í nýjum Brera og er í Giulia og að Quadrifoglio Verde útgáfa Brera muni bjóðast með 2.9L twin turbo V6 vél Giulia QV en hún er 503 hestöfl og þróuð í samstarfi við Ferrari.

4C keppir við bíla á borð við Porsche Cayman og Lotus Elise um kaupendur en ný Brera myndi fremur höfða til þeirra sem í dag velja BMW 4 seríuna eða Mercedes-Benz C Class Coupe. Ný Brera yrði talsvert ódýrari en 4C enda ekki byggður á undirvagni úr koltrefjum og framleiðslukostnaður því mun lægri.

DEILA Á