Áhugaverður og sögulegur kappakstur bíla til Mars

118

Bílaáhugamaður nokkur sem á Reddit gengur undir notendanafninu ReachTheSky fékk áhugaverða hugmynd þegar hann var að keyra heim til sín úr vinnu einn daginn: Hvaða bíll yrði fljótastur til Mars?

Svarið liggur í augum uppi, sá hraðskreiðasti. En til að hafa kappaksturinn áhugaverðann setti ReachTheSky hann þannig upp að hraðskreiðasti bíll hvers áratugar frá 1890 keppti fyrir sinn áratug á hámarkshraða sínum og leggði af stað þegar hann var fyrst settur á sölu.

Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Í kappakstrinum er gert ráð fyrir að fjarlægðin sé 362 milljónir kílómetra (225 milljón mílur).

Í dag væri 1932 Duesenberg Model SJ í forystu á 225 km/klst siglingu. Allir nema tveir nýjustu væru búnir að taka fram úr þeim elsta í hópnum, 1897 Stanley Runabout, en enginn væri hálfnaður þó Model SJ væri nærri því.

Model SJ væri enn í forystu árið 2050. 1992 McLaren F1, sem lengi hélt hraðameti framleiðslubíla, væri árið 2050 búinn að taka fram úr sex af tíu bílanna sem lögðu af stað á undan honum en F1 myndi sigra kappaksturinn til Mars þegar hann kæmi fyrstur í mark árið 2099, 107 árum eftir að hann rúllaði af færibandinu og þremur árum á undan 2006 SSC Aero.