Áhorf Top Gear hrynur

150

Aðeins um 2,8 milljónir breskra áhorfenda horfðu á annan þátt nýrrar Top Gear þáttaraðar á BBC Two í gærkvöldi. Áhorf jókst þegar leið á þáttinn og toppaði í 3,3 milljónum áhorfenda en var engu að síður í þriðja sæti í kl. 20:00 hólfinu í Bretlandi á eftir Antiques Roadshow og SoccerAid.

Á fyrsta þátt nýju þáttaraðarinnar horfðu um 4,3 milljónir, en það er minnsta áhorf sem fyrsti þáttur í Top Gear þáttaröð hefur fengið í 10 ár. Þó var sá þáttur með mesta áhorf 20:00 hólfsins það kvöldið. Um þriðjungur áhorfenda fyrsta þáttar sá þó ekki ástæðu til að setjast aftur við skjáinn í gærkvöldi.

Til samanburðar horfðu um 5,6 milljónir áhorfenda á hvern þátt síðustu þáttaraðar Top Gear með þeim Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May.

DEILA Á