Ætti Skoda að endurvekja Tudor byggðan á Audi A5?

102

Skoda 1101, einnig þekktur 1102 en sem Tudor í almennu tali, var framleiddur í ýmsum útfærslum 1946-52 í 71.591 eintaki. Ein útfærslanna var Coupe sem var einn fyrsti bíll Skoda með því byggingarlagi.

1949 bættist 1102 við línuna en helsti munurinn fólst í stýrisskiptingu sem notuð var í 1102. Bæði módel voru framleidd samtímis en 1101 var heldur notaður í sendi- og skutbíla sem og sjúkrabílaútgáfur en 1102 í stallbaka og coupe.

Í Tudor var 1.089 cc OHV vatnskæld fjögurra strokka línu vél sem skilaði 32 hestöflum við 4.200 sn./mín. Við vélina var fjögurra gíra kassi með synchromesh á efstu tveim gírunum sem sendi aflið til afturhjóla. Hámarkshraði Skoda Tudor var 100 km/klst.

Á bílasýningunni í Genf 2002 sýndi Skoda hugmyndabíl að nýjum Tudor sem byggði á Superb og vakti verðskuldaða athygli. Ekkert varð þó af framleiðslunni en nú þegar systurmerkið Audi hefur frumsýnt nýjan Audi A5 datt malasíska myndsetjaranum Theophilus Chin það snjallræði í hug að myndsetja nýjan Tudor byggðan á A5.

Skoda hefur nýverið sýnt bíl sem lærlingar verkmenntaskóla fyrirtækisins hönnuðu og nefndu Atero Coupe en hann byggir á Rapid Spaceback og minnir mjög á Rapid sem framleiddur var 1984-90. Ekkert hefur verið ákveðið um hvort af framleiðslu hans verði en það yrði flott hjá tékkneska framleiðandanum að láta vaða auk þess að endurvekja gamalt nafn úr sögu sinni og fá að nýta sér A5 til að framleiða nýjan Tudor.

DEILA Á