Ætlar Tesla að þróa enn ódýrari bíl en Model 3?

200

Viðskiptaáætlun Tesla hefur frá byrjun verið sú að byrja á dýrari bílum með hærra hagnaðarhlutfall og færa sig svo smám saman inn á almennari bílamarkað.

Model 3 hefur verið afar vel tekið það sem af er enda verður hann fyrsti bíll Tesla sem flestir myndu telja sig hafa efni á, eða í það minnsta vera nærri því. Hvort Tesla myndi láta þar við sitja eða koma með annan enn ódýrari bíl hefur hingað til verið nokkuð á huldu.

Í síðustu viku sat Elon Musk, forstjóri Tesla, fund með Ketil Solvik-Olsen, samgönguráðherra Noregs. Á fundinum sagði Musk frá því að búast megi við fjórðu kynslóð og að hún verði enn ódýrari en Model 3:

Hann [undirvagn Model 3] er hannaður með það í huga að um helmingur fólks hafi efni á Model 3 og svo þegar fjórða kynslóð kemur, minni bílar og svoleiðis, verðum við loks í stöðu þar sem allir ættu að hafa efni á bílum okkar.

Þó þetta sé ekki beinlínis opinber yfirlýsing verður að horfa til þess að Elon Musk hefur ekki mikið verið fyrir þær hvort eð er heldur einmitt nýtt svona tækifæri, sem og samfélagsmiðla, til að koma áætlunum Tesla á framfæri.

DEILA Á