Aðeins Ford F-150 stóðst árekstrarpróf IIHS

376

Bandaríska þjóðvegaöryggisstofnunin (IIHS) árekstrarprófaði nýlega níu sambærilega pallbíla sem til sölu eru í Bandaríkjunum. Aðeins Ford F-150 stóðst árekstrarprófanirnar og fékk einkunina „Good“ og „Top safety pick“ stimpil stofnunarinnar.

IIHS gaf einkun í sjö flokkum og F-150 var eini bíllinn sem fékk hæstu einkunn, „Good“ eða gott, í þeim öllum. Til prófunar voru einnig Chevrolet Silverado 1500, GMC Sierra 1500, Toyota Tundra og Ram 1500. Allir voru þeir prófaðir bæði með einu og hálfu húsi sem og tvöföldu.

Athygli vekur hve mikið verr pallbílarnir standa sig með styttra húsinu. Með tvöföldu húsi fengu Silverado, Sierra og Tundra einkunina „Acceptable“ eða ásættanlegt fyrir burðarvirkisþol en einkunin féll niður í „Marginal“ eða á mörkunum í sama flokki þegar bílar með einu og hálfu húsi voru prófaðir.

Á Ram skipti stærð hússins þó ekki máli þar sem burðarvirki bílsins fékk einkunina „Poor“ eða lélegt í báðum útfærslum.

Heildareinkun Burðarvirki Aðhald og hreyfingar Höfuð og háls Brjóstkassi Mjaðmir og læri Fætur
Ford F-150 Supercab G G G G G G G
Chevrolet Silverado 1500 DoubleCab A A G G G G P
GMC Sierra 1500 DoubleCab A A G G G G P
Toyota Tundra DoubleCab A A G G G G P
Chevrolet Silverado 1500 CrewCab M M G G G G P
GMC Sierra 1500 CrewCab M M G G G G P
Toyota Tundra CrewMax M M G G G G P
Ram 1500 QuadCab M P G G G G P
Ram 1500 CrewCab M P G G G G P