Að aka nærri skógareldi er eins og að aka í helvíti

121

Í Kanada loga rosalegir skógareldar nærri bænum Fort McMurray í Alberta fylki. Eldarnir hafa neytt alla 88.000 íbúa bæjarins og nærliggjandi smábæja til að yfirgefa heimili sín í umfangsmestu rýmingaraðgerð í sögu Alberta og yfirvöld óttast að sumum bæjanna, Fort McMurray þar með talið, verði ekki bjargað.

Eldarnir kviknuðu á sunnudag á olíuvinnslusvæði á olíusöndum Alberta og sterkir vindar, allt að 19 m/s hafa magnað eldbálið mikið en þegar hafa 850 ferkílómetrar orðið eldinum að bráð. Minnst 1.600 heimili hafa brunnið en enginn hefur látið lífið í eldinum. Þó fórst einn í umferðarslysi sem varð þegar fólk flúði bæinn tugþúsundum saman.

Spilunarlistinn hér að neðan inniheldur sex myndbönd, þrjú tekin út um framrúðu pallbíls þess sem tók upp og þrjú út um afturrúðu pallbílsins, og sýnir frá akstri um Fort McMurray þar sem gríðarlegt eldhaf er á köflum aðeins nokkra metra frá veginum. Myndböndin voru tekin upp um hábjartan dag, ótrúlegt en satt.

Þetta er eins og að aka í helvíti, sem ástandið vissulega er fyrir fólkið sem þarna býr.

DEILA Á