90 km Bjallan slegin

1293

Nær ónotuð 1974 árgerð af Volkswagen Bjöllu í óaðfinnanlegu ástandi fór undir hamarinn í Danmörku á laugardaginn. Eintakið var aðeins ekið 90 km frá upphafi og var slegið á 38.250 evrur.

Það samsvarar um 5,3 milljónum króna en fyrirfram var búist við að Bjallan færi á 4,9-5,6 milljónir króna.

Undir bílnum voru upprunalegu Firestone dekkin og upprunaleg olía var enn á mótornum. Bjallan er ljósblá að lit með svartri innréttingu. Allar bækur fylgdu með sem og óopnað viðgerðarsettið sem fylgdi bílnum. Þá fylgdi einnig sölunóta stíluð á eina eiganda bílsins, dagsett 23. janúar 1974 upp á 1.760.640 lírur.

Saga eintaksins er afar áhugaverð þó hún telji ekki marga kílómetra. Hana má lesa hér.