240 km/klst beygja á Subaru Impreza WRX STI í Isle of Man TT

246

Mark Higgins rústaði í eigin meti um Snaefell Mountain Course brautina á eynni Mön þegar hann fór 60,725 km langa brautina á 17 mínútum og 35 sekúndum á 207 km meðalhraða á sérbreyttum Subaru Impreza WRX STI.

Enn hefur Subaru ekki gefið út myndband af methring Higgins líkt þeir gerðu af metinu 2014 en það hlýtur að styttast í það. Glefsur hafa þó birst og Higgins sjálfur tísti ansi rosalegu myndbandi af sér taka beygju á 240 km hraða.