2017 Porsche Panamera verður frumsýndur 28. júní

465

Önnur kynslóð Porsche Panamera verður frumsýnd í Berlín 28. júní næstkomandi. Áður var búist við að hann yrði frumsýndur á bílasýningunni í París í haust.

Porsche sendi frá sér stríðnimyndband fyrr í vikunni þar sem nýju kynslóðinni sást bregða fyrir en samhliða tilkynningunni um frumsýningardagsetninguna gaf Porsche út nýtt myndband sem sýnir frá þróun nýja Panamera. Í myndbandinu, sem er í spilaranum að ofan, tjá stjórnendur Porsche sig um hvatana að baki Panamera og hvaða hlutverki bíllinn þjónar í línu fyrirtækisins. Samhliða útgáfu myndbandsins sendi Porsche einnig frá sér skissu af útliti annarar kynslóðar Panamera.

porsche-normal

Panamera kom fyrst á markað 2009 og eftir að hafa fengið andlitslyftingu 2013 er kominn tími á aðra kynslóð. Nýr Panamera verður byggður á MSB undirvagni Porsche og vera um 90 kg léttari en forverinn fyrir vikið. Þá fær bíllinn nýjar V6 og V8 vélar auk þess sem tengitvinnvél bætist síðar við úrvalið.

DEILA Á