2017 Ford F-150 Raptor í hasar í nýju myndbandi

273

2017 Ford F-150 Raptor var hannaður og þróaður í Mojave eyðimörkinni í Bandaríkjunum. Myndbandið er tekið upp þar og sýnir Raptorinn gera það sem hann gerir best: djöflast!

Ford segir 2017 Raptorinn vera þann harðgerðasta, flottasta og dugmesta hingað til. Bíllinn er smíðaður úr hástyrks áli úr hernaðarflokki en fyrir vikið er hann 225 kg léttari en forverinn.

Endurhannað og stærra Fox racing shox demparakerfi gefur lengri fjöðrunarferil og nýtt tölvustýrt terrain-management kerfi hjálpar bílnum yfir erfiðustu hindranir. Torsen mismunadrif í framdrifi býðst aukalega og gerir bílinn afar öflugan utan vegar.

Vél bílsins er ný, annarar kynslóðar 3.5L EcoBoost vél sem skilar meira afli en 411 hestafla 6.2L V8 vél forverans, þó enn hafi ekki verið gefið upp hve mikið það afl er. Ný 10 þrepa sjálfskipting miðlar aflinu og tryggir að alltaf sé nóg af því.

Nýr Raptor verður smíðaður í Dearborn verksmiðju Ford í Michigan og bíllinn fer í sölu í haust.

DEILA Á