1991 BMW E31 850i ekinn tæpa 1.800 km sleginn

360

Einstakt eintak af E31 850i var á uppboði í Danmörku á laugardag. Um var að ræða 1991 árgerð af 850i sem alla tíð hafði verið í eigu sama manns en bílnum hafði aðeins verið ekið 1.759 km frá upphafi.

5.0L V12 M70B50 vél BMW er í bílnum og sex gíra beinskipting en aðeins um 1.000 eintök voru framleidd með beinskiptingu.

Fyrsta þjónustuskoðun bílsins var framkvæmd 19. maí 1995 og næst heimsótti hann BMW umboð 2. júní 2015. Bíllinn hefur alla tíð verið geymdur við ákjósanlegar aðstæður og fremur litið á hann sem safngrip en samgöngumáta. Í þjónustuhandbókinni má sjá að fyrstu tvær þjónustuskoðanirnar hafi verið framkvæmdar í Verona á Ítalíu en sú þriðja og síðasta í Búkarest í Rúmeníu.

Fyrirfram var búist við að bíllinn seldist á 11,1-12,5 milljónir króna sem var ekki fjarri lagi því hann var sleginn á 12,2 milljónir. Á sama uppboði var 1974 VW Bjalla ekin aðeins 90 km slegin.

Sjá einnig: 1991 BMW 850i ekinn tæpa 1.800 km á uppboði

DEILA Á