1967 Alfa Romeo Tipo 33 Stradale sleginn

246

Alfa Romeo Tipo 33 Stradale sem var boðinn upp á Legende et passion uppboði Coys uppboðshússins sem fram fór í Mónakó 14. maí síðastliðinn var sleginn á 472.040 evrur.

Það samsvarar rúmum 65,7 milljónum króna og þrátt fyrir að virðast þokkalegasta upphæð er hún ansi víðs fjarri því 10 milljón dollara verði sem yfirmaður Alfa Romeo í Norður-Ameríku hefur sagst telja vera markaðsvirði 33 Stradale.

Eintakið var nærri því fullklárað en allri boddývinnu, vinnu við innréttingu, fjöðrunarkerfi og bremsur auk rafkerfis var lokið. Það eina sem út af stóð var vélin en það er talið útilokað að fá upphaflega vél í bílinn. Þó var í eintakinu orginal sveifarhús, strokklok og Colotti gírkassi. Réttur sveifarás fylgdi einnig með auk stimpla en seljandi lét Montreal V8 vél Alfa Romeo fylgja með í kaupnunum.

Sjá einnig: 1967 Alfa Romeo Tipo 33 Stradale á uppboði