1966 Shelby GT350 „hlöðufundurinn“ sleginn

814

1966 Shelby GT350 sem legið hafði óhreyfður í geymslu í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum í fjóra áratugi var sleginn á 19,5 milljónir króna á uppboði á sunnudag.

Bíllinn var á uppboði Bonhams uppboðshússins á Greenwich Concours d’Elegance fágunarkeppninni í Connecticut á sunnudag. Bíllinn hafði aðeins verið í einu eins manns að nafni Francis Grayson frá upphafi. 1976 ók Grayson bílnum inn í geymsluhúsnæði og þar hafði hann dvalið þar til nýlega en Grayson sagði engum hvar bíllinn væri niðurkominn fyrr en á dánarbeði. Enginn í fjölskyldu Grayson hafði því séð bílinn í fjóra áratugi fyrr en í apríl í ár.

Fyrirfram var búist við að bíllinn yrði sleginn á 80.000-120.000 dollara, um 9,8-14,7 milljónir króna en hann var boðinn upp án lágmarksverðs.

Sjá myndir og nánari sögu bílsins: 1966 Shelby GT350 „hlöðufundur“ á uppboði